Um sameignaþrif BG

Vel ræst sameign eykur lífsgæði íbúanna. Þetta þekkjum við vel hjá sameignaþrifum BG enda hefur fyrirtækið verið leiðandi í að þjónusta húsfélög í meira en 27 ár. Áhersla er lögð á örugga og góða þjónustu á hagstæðu verði.

Í hverri viku ræstum við hundruðir sameigna víðvegar um Stór-Reykjavíkursvæðið. Húsfélög í þjónustu hjá okkur eru allt frá minnstu sameignum borgarinnar til stærstu fjölbýlishúsa landsins. Lág starfsmannavelta, áreiðanleg þjónusta, vönduð þrif og að sjálfsögðu hátt þjónustustig. Svo kappkostum við að vera bæði sveigjanleg og sanngjörn.