Vel ræst sameign eykur lífsgæði íbúanna
Nánar um þjónustunaHjá Sameignaþrifum BG leggjum við okkur öll fram við að hafa þitt á hreinu. Lág starfsmannavelta, vönduð þrif og hátt þjónustustig hafa fylgt BG allar götur síðan frá 1995.
1
Litlar sameignir
Sameignaþrif BG eru með öfluga ræstiþjónustu fyrir litlar sameignir. Dæmi um sameignir í þessum stærðarflokki eru húsfélög með 4 til 8 íbúðir.
2
Meðalstórar sameignir
Í meðalstórum fjölbýlishúsum er algengast að ræstingar fari fram einu sinni í viku. Þó er ræst oftar í þeim sameignum þar sem umgangur er mikill.
3
Stórar sameignir
Mikill umgangur og álag er gjarnan á sameiginlegu rými í stærri fjölbýlishúsum. Misjafnt er hversu oft stærri sameignir eru ræstar en algengast er að þrif fari fram tvisvar til þrisvar sinnum í viku.
4
Fyrirtækjasameignir
Í skrifstofu- og atvinnuhúsnæði er mikilvægt að ræsta vel. Sameignin er andlit fyrirtækjanna sem hafa aðsetur í húsnæðinu og gegnir ræstiþjónustan því veigamiklu hlutverki.
Sameignaþrif BG bjóða fjölbreytta þjónustu
- Reglulegar ræstingar
- Hreingerningar og alþrif á stigagöngum
- Teppahreinsun fyrir sameignir
- Hreinsun á gluggum og klæðningum húsa
- Þrif og hreinsun á sorpgeymslum
- Sópun og háþrýstiþvottur á bílageymslum
- Fasteignaumsjón – t.d. peruskipti og ruslatýnsla
Fáðu tilboð í dag*
Sendu okkur fyrirspurn og skilgreindu verkefnið sem þú hefur í huga. Við gerum þér tilboð eins hratt og mögulegt er.
* Berist fyrirspurnin fyrir hádegi svörum við samdægurs.
"*" indicates required fields
Regluleg þrif sameigna
Einu sinni eða oftar í viku – allt eftir stærð, tegund og ræstiþörf viðkomandi sameignar. Sameignaþrif BG bjóða einnig upp á daglegar ræstingar fyrir allar stærðir fjölbýla.
Við komum á staðinn og gerum föst verðtilboð, án skuldbindingar og þér að kostnaðarlausu.
Hreingerningar á sameignum
BG starfrækir öfluga hreingerningadeild. Hún býr yfir mikilli reynslu og afkastagetu sem er vandfundin hér á landi. Hafðu samband og við gerum þér tilboð í hreingerningu á sameigninni.