Stærri sameignir

Í stærri fjölbýlishúsum er gjarnan mikill umgangur og álag á sameiginlegu rými. Því er mikilvægt að ræstingar séu í öruggum höndum fagmanna sem hafa reynslu af því að halda fasteignum hreinum. Misjafnt er hversu oft stærri sameignir eru ræstar en algengast er að þrif fari fram tvisvar til þrisvar sinnum í viku fyrir fjölbýlishús með 16 íbúðum eða fleiri.

Allra stærstu sameignirnar eru stundum þrifnar daglega. Sameignaþrif BG eru með öfluga ræstiþjónustu fyrir stærri sameignir og geta veitt húsfélögum heildarþjónustu á hagstæðu verði. Húsfélög í viðskiptum við sameignaþrif fá góðan afslátt af allri sérhreingerningaþjónustu. Vertu með ræstingu húsfélagsins í góðum málum hjá sameignaþrifum BG.