Teppahreinsun sameigna

Teppin á stigaganginum þurfa að þola mikinn ágang. Sandur, mold, tjara og önnur óhreinindi berast inn með íbúum og valda sliti. Regluleg djúphreinsun lengir líftíma teppisins og er því mikilvægt að hreinsun á teppi sé framkvæmd reglulega.

Sameignaþrif BG hefur mikla reynslu og fullkomin tækjabúnað til að sjá um þessi mál fyrir sameignina þína. Við bjóðum bæði upp á blaut- og þurrhreinsun teppa. Þegar stigagangurinn er teppahreinsaður þá hreinsum við einnig allar mottur sameignar á sama tíma.